Tóbak og eldfæri vörumerki

Tóbak og eldfæri vörumerki (3)

Kynntu þér vörmerkin.

Cricket er einn útbreiddasti kveikjari í heimi og skarar framúr öðrum kveikjurum hvað varðar gæði og öryggi. Þeir eru gerðir úr sérstöku næloni sem þolir allt að 250 gráðu hita þannig að ef hann ofhitnar bráðnar hann og lekur gasinu út en springur ekki eins og margir kveikjarar. Cricket er með „fixed flame technology“ sem skynjar hitastig til að gefa alltaf sömu hæð af loga auk þess að vera þróaður þannig að ryk og drulla hindri ekki logann. Cricket er sænskt vörumerki og fyrsti kveikjarinn í heiminum sem er vottaður sem barnvænn; þ.e. hannaður þannig að erfitt sé fyrir börn að kveikja með honum. Vörulína Cricket samanstendur af einföldum kveikjurum, smellukveikjurum og kertakveikjurum í mismunandi litum og lögun sem allir eru vottaðir samkvæmt ströngum ISO gæðastöðlum.
Three Stars eru útbreiddustu eldspýtur í heimi. Þær komu fyrst á markað 1887 og spannar saga þeirra því rúmlega 120 ár. Eldspýturnar uppfylla ströngustu gæðakröfur í Svíþjóð og framleiddar úr hágæða öspum. Framleiðslan er gæðaprófuð reglulega til að tryggja allt það mikilvæga varðandi öryggi eldspýtna. Til að uppfylla prófanirnar þarf að það kveikni á þeim auðveldlega og það detti ekki af þeim glóð. Auk þess er gengið úr skugga um að þær brotni ekki, það sé ekki neisti í þeim eftir að loginn hefur verið slökktur, að þær innihaldi ekki eitraða þungmálma og séu umhverfisvænar. Vörulína Three Stars samanstendur af eldspýtum í nokkrum stærðum og svo arin- og uppkveikikubbum sem einnig eru framleiddir eftir ströngum öryggiskröfum.