P&G vörumerki

P&G vörumerki (19)

P&G deild ÍsAm sér um sölu og markaðsetningu á snyrtivörum, hárvörum, tannhirðuvörum, þvottaefni, bleium, sjálfsprófum, rafhlöðum, kveikjurum, eldspýtum o.fl.  Helstu vörumerkin eru Pampers, Always, Tampax, Ariel, Bold, Lenor, Fairy, Ambipur, Head&Shoulders, Pantene, Gillette, Old Spice, Oral-B, Crest, Fixodent, Clearblue, Vicks, og Duracell. Fyrrnefnd vörumerki koma frá Procter & Gamble sem er einn stærsti birgir í heimi og hefur ÍsAm átt traust samstarf við hann í yfir 30 ár.

Einnig tilheyra P&G deild önnur frábær vörumerki annarstaðar frá eins og InfaCare barnabaðsápa, Pringles snakk, Cricket kveikjarar og Three Stars eldspýtur.

Always dömubindi hafa verið framleidd síðan 1983. Árið 1990 komu svo Always Ultra dömubindin á markað, en þau voru mun þynnri en áður hafði þekkts og veittu jafnframt mun betri rakavörn. Always dömubindin eru í stöðugri þróun, en markmiðið er að uppfylla þarfir kvenna á meðan á þessum tíma tíðahringsins stendur. Always dömubindi eru fyrir konur á aldrinum 11-49 ára og þær sem vilja sem besta vörn, en vöruúrval Always er sniðið að þessum þörfum; Always Ultra með og án vængja, Always bindi með ilm og Always bindi ásamt blautþurrku svo eitthvað sé nefnt. Notkun á buxnainnleggjum fer vaxandi í dag, Always innleggin henta vel öllum konum og eiga ekki eingöngu við meðan á blæðingum stendur. Always innlegg eru örþunn og nett, hönnuð með þarfir nútímakonunnar í huga. Innleggin eru mismunandi að stærð og þykkt og koma með og án ilms og henta því konum á öllum aldri.Hægt er að…
Ambi Pur 2in1 fljótandi er áhrifamesta nýsköpunin í “klósettsteinum”. Ambi Pur 2in1 er með aukinn gljáa sem að heldur klósettskálinni þinni glansandi og kemur í veg fyrir að kalkskán myndist í klósettinu með tímanum. Einnig hafa þeir sérstakan “blotter” sem viðheldur ilminum lengur og stýrir honum þannig að ilmurinn helst frá fyrsta til síðasta skols (sturts). Kannanir sýna að fólk vill hafa klósettin ilmandi hrein en nennir ekki að þrífa klósettið sitt oft og kemur Ambi Pure því til móts við þær þarfir.
Ariel kom á markað 1991 og er sífellt að þróast í að veita tauinu meiri vernd með minni þvottaskammti og aukinni virkni. Í Ariel eru lífræn leysiefni (enzyme) sem innihalda engin skaðleg efni heldur eingöngu vistvæn efni. ACTILIFT er nýjasta tæknin í Ariel sem mýkir þræðina í efninu þannig að blettir festast síður við og verða auðveldari viðureignar. Til að hvítur þvottur gráni ekki skal nota Ariel regular. Ariel colour er fyrir litaðan þvott og með efnum sem vernda litinn svo fötin upplitast síður og verða „ný“ lengur. Þú færð bjartari liti og hvítari þvott eftir aðeins þrjá þvotta með Ariel. Ariel fljótandi hentar sérstaklega vel við lágt hitastig því það leysist strax upp í þvottinum og fer strax að vinna á óhreinindunum. Það er skammtað í plastkúlu sem fer inn í þvottavélina. Þróun í þvottaefnum hjá leiðtogum eins og P&G felur í sér að ná fram meiri virkni í…
Clearblue er heimsleiðtogi í flokki þungunar- og frjósemisprófa. Neytendur treysta Clearblue af því það gefur þeim nákvæmar upplýsingar á einfaldan og skiljanlegan hátt. Clearblue er viðurkennt vörumerki og viðurkennd af læknum enda státar það af 25 ára sérfræðiþekkingu sem endurspegla gæði og nýsköpun í flokki þungunar- og frjósemisprófa.
Crest er heimsþekkt vörumerki og mest selda tannkremið í Bandaríkjunum. Crest var fyrsta flúor-tannkremið í heiminum sem virkaði gegn tannskemmdum og fyrsta tannkremið í heiminum til að vera viðurkennt af Ameríska tannlæknafélaginu (American Dental Association). Þá er Crest leiðandi vörumerki í hvítunar-tannvörum með yfirburðastöðu á þeim markaði.
Cricket er einn útbreiddasti kveikjari í heimi og skarar framúr öðrum kveikjurum hvað varðar gæði og öryggi. Þeir eru gerðir úr sérstöku næloni sem þolir allt að 250 gráðu hita þannig að ef hann ofhitnar bráðnar hann og lekur gasinu út en springur ekki eins og margir kveikjarar.Sjá meira um Cricket undir merkjum Tóbaks- og eldfæradeildar.
Duracell er heimsleiðtogi í rafhlöðum með yfirburðastöðu enda með framúrskarandi endingu, gæði og tækni. Upphaf sögu Duracell byrjar 1920 en vörumerkið sjálft varð til 1964 þegar eftirspurn eftir neytendarafhlöðum fór að aukast. Fram að þeim tíma var framleitt fyrir þriðja aðila í tæki eins og vasaljós, talstöðvar, ljósmyndabúnað o.s.frv. Duracell er í sífelldri tækniþróun og eftir því sem tækninni fleytir fram eykst notkun rafhlaða. Á meðan sumir þurfa rafhlöðu í nýtt leikfang vilja aðrir vera vissir um að reykskynjarinn virki en hvort sem fólk er að gleðja börnin sín eða tryggja öryggi heimilisins þarf rafhlöðu sem virkar. Trygging á þessum áreiðanleika og stöðugum afköstum hefur gert Duracell að því að vera traust vörumerki allstaðar. Duracell býður fjölbreytt vöruval allt frá einföldum rafhlöðum til persónulegra nota að lausnum fyrir orkufrek tæki.
FAIRY uppþvottalögurinn var lengi þekktur sem YES, og þá sem „litla kraftaverkið á fitu“. Árið 2002 breytti YES um nafn og varð að Fairy og hefur síðan þá þróast í að vera virkasta uppþvottaefni á fitu en er líka einstaklega milt fyrir hendurnar þannig að húðin þornar ekki upp. Þróunin heldur sífellt áfram og nú er hægt að fá Fairy með mismunandi ilmi, auk þess sem boðið er upp á bakteríueyðandi uppþvottalög og Fairy fyrir uppþvottavélar. Fairy uppþvottavélahylki eru „allt í einu hylki“ vara þannig að þú þarft engan gljáa eða önnur aukaefni með til að fá glansandi og hreint leirtau. Fairy fer einnig einstaklega vel með plastílát og hefur Tupperware vottað Fairy sem frábæra vöru fyrir ílátin sín. Fairy er með yfir 50 ára reynslu, endist 50% lengur en næsta tegund (nr. 2 á Bretlandsmarkaði) og er vottað og viðurkennt sem milt fyrir hendurnar. Fairy uppþvottalögurinn fæst í 4…
Fixodent tannlím gefur fólki tækifæri á að njóta lífsins, borða, drekka, hlæja, hnerra og brosa af öryggi án þess að þurfa að hafa áhyggjur af tönnunum. Fixodent heldur tanngómum á réttum stað, eykur bitstyrk, dempar núning og virkar sem vörn á að matarleyfar fari undir góminn. Þessir eiginleikar leiða af sér að það eru færri sár svæði í munninum, ferskari andardráttur, aukin bakteríuvörn og heilbrigði.
Gillette er heimsleiðtogi í sínum vöruflokki á allan hátt; sölu í verðmætum, sölu í magni, dreifingu, fjölda einkaleyfa, fyrstir með nýjungar ofl. Gillette vörulínur eru í sífelldri þróun til að mæta kröfum notenda og einkunnarorð þeirra eru „The best a man can get“ og stendur Gillette vel undir þeim! Gillette er með vörulínur í rakvélakerfum, einnota rakvélum, rakfroðu og rakgeli, aftershave og svitalyktareyðum bæði fyrir herra og dömur. Nýjasta rakvélin er Fusion sem kom á markað 2006/7 og síðan þá hafa þróast fleiri rakvélar innan línunnar og nýjasta er Fusion ProGlide rakvélin. Gillette herra Gillette Fusion ProGlide er með þynnstu og bestu rakvélablöðunum sem að Gillette býður upp á. Það eru 5 blöð sem liggja þéttar saman og minnka þannig erting við húðina. Endurbætt gelrönd, veltihaus, kambur og plógur sem að gerir raksturinn enn þægilegri. Einnig er stuðningur við blöðin til að viðhalda réttu bili á milli þeirra og endurhannað…
Head & Shoulders kom fyrst á markað 1961 og er eitt þekktasta flösusjampó í heimi og mest selda sjampó á Íslandi í dag. Head & Shoulders er til í mismunandi gerðum eftir því hvað hentar hverjum og einum, allar gerðir hafa þann eiginleika að viðhalda heilbrigði hársins og umfram allt, losa það við flösu. Head & Shoulders er hannað til að fullnægja þörfum fólks með mismunandi hár svo það verði líflegt og glæsilegt. Head & Shoulder er sjampó fyrir konur og herra sem vilja: Koma í veg fyrir hárþurrkMinnka kláða og óþægindi í hársverðiMinnka roða í hársverðiKoma í veg fyrir flösuKoma jafnvægi á rakann í hárinuFallegt hár og heilbrigðan hársvörð
Lenor taumýkir er settur í síðasta skolvatnið til að gefa þvottinum mýkt, ljúfan ilm, afrafmagna auk þess sem auðveldara verður að strauja þvottinn. Lenor inniheldur þráðavörn sem dregur úr hættu á að bómullarfatnaður upplitist og er sérstaklega prófaður gegn ofnæmi. Lenor er ávallt að þróa sig betur og nú helst ilmurinn og ferskleikinn af þvottinum í heila viku. Lenor er fáanlegt í 3 tegundum, Sleep Sensation, Spring og Summer.
Be a man, smell like a man man Old Spice er hinn eini sanni orginal ilmur og hefur verið ti l á markaði síðan 1938. Þett a er táknræn vara með 70 ára reynslu ! Heimsþekktur og virtur ilmur sem nú er búinn að slá í gegn upp á nýtt !! Old Spice Whitewater er ferskari og yngri útgáfa en þó með sama karlmannlega ilminum. Eins útlítandi fl aska nema gegnsæ með hafb láum rakspíra. Old Spice Deo er áhrifaríkt, með góðri likt og gefur þér frábæra svitavörn allan daginn. Old Spice Aerosol Bodyspray, kælandi og frískandi með frábærri svitavörn sem endist allan daginn. Old Spice Orginal rakspíri 100ml: Hinn eini sanni ilmur sem að kom á markaðinn 1938. Karlmannlegri ilm varla hægt að finna. Old Spice Orginal DEO stick: Áhrifarík svitavörn í allt að 24 tíma með Orginal ilminum. Svitastykki í föstu formi. Old Spice DEO Spray Orginal: Kælandi…
Oral-B er heimsleiðtogi í flokki tannbursta og það tannburstamerki sem flestir tannlæknar um allan heim mæla með. Oral-B á yfir 60 ára sögu og var fyrsti tannburstinn með nælonhárum sem hannaður var af tannholdsfræðingi í Bandaríkjunum. Oral-B býður fjölbreytt vöruúrval tannhreinsivara og tannbursta fyrir misjafnar þarfir sem eiga það sameiginlegt að vera þróaðar til að hreinsa einstaklega vel og minnka líkur á tannskemmdum. Treystu tannburstanum sem tannlæknar nota!
Pampers byggir á arfleifð og reynslu þar sem hollusta er ætluð börnum á öllum stigum þroskaferlisins og þar sem markmiðið er að þróa sífellt betri vörur fyrir börn. Innblástur að hönnun og þróun Pampers vara er fengin frá þeim bestu; börnunum sjálfum og sérfræðingum í þroska og umönnun barna. Pampers leggur áherslu á eftirfarandi við þróun á vörum: Skynjun (jákvæð upplifun af vörunni, þægindi o.s.frv.)Lífeðlisfræði (vöxtur, hreyfing)Vitsmunafræði (hugsun, skilningur, tilfinning)Félagslega þætti (leikgleði, velta, skríða, klifra) => Þetta er það sem aðgreinir Pampers frá samkeppnisvörumPampers er annt um þroskaferli barns þíns.Pampers viðheldur samskiptum við foreldra og sérfræðinga um allan heim með mismunandi viðhorf, fjárhagstöðu, landfræðilegan og þjóðfélagslegan bakgrunn.Pampers er byggt á innblástri frá börnum, hannað af Pampers. Pampers viðheldur tengslum við spítala, heilsustofnanir, ljósmæður, ofnæmissamtök o.fl. sem tengjast börnum. Markmið Pampers: Að bjóða bleiur sem passa og virka betur.Að bjóða sanngjarnt verð (breidd og dýpt í vöruvali svo viðskiptavinir hafi val).Að…
Pantene Pro-V gerir þér kleift að ljóma af fegurð og heilbrigði, en Pantene inniheldur einstaka formúlu sem byggir á Pro-V vítamín B5 og amínósýrusamsetningu sem eru raunveruleg grunnefni heilbrigðs hárs og gefur því styrk, sveigjanleika og gljáa. Á bak við Pantene hárvörurnar er mikil vöruþróun og vísindi, en frábærir vísindamenn á sínu sviði hafa tekið þátt í að þróa Pantene vörurnar. Þess vegna er Pantene þekkt fyrir hágæðahárvörur hannaðar til að ná fram því besta í hárinu þínu. Heilbrigði, gljái og fallegt hár eru einkunnarorð Pantene. Þar sem við erum öll ólík og með mismunandi þarfir, þá býður Pantene upp á sjampó sem fullnægir þessum mismunandi þörfum. Sem dæmi má nefna sjampó og næringu fyrir fíngert hár, sjampó sem styrkir hárið og kemur í veg fyrir slit, sjampó sem byggir upp vörn og sjampó fyrir litað hár svo eitthvað sé nefnt. Einnig býðir Pantene upp á frábærar djúpnæringar.
Tampax voru fyrstu tíðatapparnir sem veitt var einkaleyfi fyrir og voru fundnir upp af bandarískum lækni árið 1929. Tampax er leiðandi í sölu tíðatappa í heiminum og eru þeir seldir í yfir 150 löndum og notaðir af yfir 100 milljónum. Tampax er fyrir kvenfólk sem vill að þessi tími mánaðarins sé eins og hver annar, t.d. fyrir stelpur sem eru að byrja á blæðingum 12-16 ára (fyrsta sumarið eftir að blæðingar byrja), konur 17-24 sem eru enn að prufa sig áfram og eru að leita eftir betri vörn. Báðir hópar eru að leita eftir vörn sem er "ósýnileg"Tampax þar sem hreinlæti er í fyrirrúmi. - Þráður sem liggur í gegnum miðjuna til að fjarlægja tappann - Með ýtara sem auðveldar rétta notkun - Hver tappi pakkaður inn sérstaklega Allar kvenhreinlætisvörur frá P&G hafa verið ítarlega rannsakaðar með mismunandi aðferðum. Slíkar rannsóknir og neytendaprufur hafa náð til tugþúsunda kvenna auk þess…
Three Stars eru útbreiddustu eldspýtur í heimi. Þær komu fyrst á markað 1887 og spannar saga þeirra því rúmlega 120 ár. Eldspýturnar uppfylla ströngustu gæðakröfur í Svíþjóð og eru framleiddar úr hágæða öspum. Sjá meira um Three stars undir merkjum Tóbaks- og eldfæradeildar.
Vicks hálstöflur hafa verið til á Íslandi um áraraðir og fást nánast hvar sem er. Þær hjálpa til í baráttunni við kvef og hálsbólgu og eru auk þess bragðgóðar sem sætindi. Þær fást með ýmsum bragðtegundum og flestar eru sykurlausar. Vicks VapoRub er oftast notað á tvennan hátt. Því er nuddað á bringuna, hálsinn og bakið og látið liggja á yfir nótt til að auðvelda andardrátt. Einnig er hægt að setja 2 teskeiðar í mjög heitt vatn (ekki sjóðandi) og anda að sér gufunni í 10-15 mínútur. Það léttir öndun og hjálpar til í baráttunni gegn kvefi og hálsbólgupestum. Kynslóð eftir kynslóð hafa foreldrar, ömmur og afar notað Vicks VapoRub til róa hósta og pirring í hálsi og losa um stífluð nef hjá litlu börnunum sínum (eldri en 6 mánaða). Ilmolíurnar í Vicks VapoRub, Menthol, Kamfóru og Eucaliptus losa um stíflur í nefi til að auðvelda andardrátt og róa pirring…