Matvörur vörumerki

Matvörur vörumerki

Matvörudeild Ísam hefur yfir að ráða bæði innlendum og erlendum vörumerkjum á sviði matvælaframleiðslu af fjölbreyttu tagi. Vörur framleiddar undir vörumerkjum matvörudeildar má finna í öllum betri matvöruverslunum á Íslandi.

A DEO ólífuolían er framleidd af Valgerði Bachman, íslenskum ólífubónda sem rekur búgarð í sólríkum Lucca hæðum Toscana-héraðs á Ítalíu. Á búgarðinum tína þau sjálf ólífurnar af trjánum og tveimur sólahringum síðar eru þær komar til hr. Luca Perna sem pressar þær fyrir þau af alúð. Engar síur, aukaefni eða ólífur frá ódýrari svæðum koma við sögu í framleiðslu á A DEO olíunni. Margir telja Lucca héraðið besta ólífuhérað heims. Ólífurnar er bragðmiklar en þó léttar og auðþekkjanlegar af blómaangan og ávaxtakeimi með örlítið beiskum undirtón. Þær bæta allan mat, gera gott brauð betra, einfalt salat að veislumáltið og pasta…
BKI er hágæðakaffi sem framleitt er í Danmörku. BKI Classic er meðalristað malað kaffi með sérvöldum baunum frá þekktustu kaffisvæðum heimsins sem tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragð. BKI Extra er dökkristað malað kaffi sem er einnig snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir.
Campbell‘s fyrirtækið var stofnað árið 1869 í Jersey í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hóf að framleiða súpur í dós árið 1987 og er fyrirtækið hvað þekktast fyrir það í dag. Þetta þekkta og vandaða vörumerki býður einnig upp á ódýra, fljótlega og gómsæta pastarétti og bollasúpur.
Cornish sjávarsaltið er unnið á vistvænan hátt í umhverfisvottaðri verksmiðju sem er staðsett 8 metrum frá sjávaruppsprettunni sem tryggir hreinleika og gæði saltsins. Hreinleikinn gefur saltinu aukið bragð og fyllingu við matreiðslu ásamt því að varðveita yfir 60 nauðsynleg stein- og snefilefni og hafa lægra natríum innihald en hefðbundið salt. Cornish sjávarsaltið hefur hlotið 10 matar- og markaðs verðlun í Bretlandi og er notað af þekktum meistara kokkum á borð við Jamie Oliver og Rick Stein.
De Cecco er stærsti söluaðili pasta á Ítalíu og hófu pastaframleiðslu sína árið 1887. Þeir hafa haldið sig við upprunalegar framleiðsluaðferðir, þ.e. eingöngu notað Durum hveiti, pastað er skorið með bronsáhöldum og þurrkað við lágan hita til að halda bragðgæðum og hrjúfri áferð sem einkennir heimagert pasta. De Cecco býður upp á margar tegundur af pasta, í long shape og short shape. Einnig eru í boði pastasósur sem innihalda hvorki sykur né aukaefni og jafnast á við heimagerðar sósur. De Cecco ólífuolían er ómissandi með De Cecco pasta og í alla aðra matargerð.
Dr. Oetker hefur framleitt ýmiskonar matvæli í yfir 100 ár. Ísam flytur inn ýmsar vörur frá Dr. Oetker, einkum hráefni í bakstur, kökuskraut og búðinga. Kökuskrautið hefur notið mikilla vinsælda hér á landi, sérstaklega við bollakökuskreytingar. Margar nýjungar líta dagsins ljós í kökuskreytingunum frá Dr. Oetker á hverju ári og hefur það fallið í góðan farveg.
Ferrero Rocher var stofnað árið 1982 á Ítalíu. Á örfáum árum varð Ferrero Rocher súkkulaðið uppáhald milljóna manna um heim allan og er í dag leiðandi á sínu sviði. Glæsilegu gylltu umbúðirnar ásamt einstaka bragði af krem vafðri heslihnetu gefur Ferrero Rocher súkkulaðinu einstakt bragð sem engin verður svikinn af.
Finn Crisp fyrirtækið var stofnað árið 1952 í Helsinki í Finnlandi. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið hvað þekktast fyrir framleiðslu á þunnu hrökkbrauði og er það leiðandi fyrirtæki á þeim markaði. Finnar eiga langa sögu í neyslu á hrökkbrauði og hafa það að leiðarljósi að framleiða hollt og næringaríkt hrökkbrauð. Vörurnar frá Finn Crisp innihalda mikið af trefjum og er mjög vinsælar og þekktar á Norðurlöndunum.
Kexið frá Frón á sér marga dygga aðdáendur og árlega koma um 700 tonn af ljúffengu kexi úr ofnunum. Matarkexið á þar heiðurssæti þar sem það hefur verið með frá upphafi og var fyrsta íslenska kextegundin á sínum tíma. Þá hefur Mjólkurkexið átt sinn sess á borðum Íslendinga í yfir fimmtíu ár. Frón er leiðandi vörumerki á íslenskum kexmarkaði. Mjólkurkexið er langvinsælasta kexið hér á landi. Íslendingar neyta árlega um 260 tonna af þessu ljúffenga kexi, eða 22 þúsund kílóa á mánuði.
Hershey‘s er einn stærsti súkkulaðiframleiðandi í Bandaríkjunum og hefur framleitt súkkulaði frá árinu 1894. Þekktustu Hershey‘s vörurnar á Íslandi eru súkkulaðistykkin, kossarnir, sírópið og Reeses. Súkkulaðistykkin og kossarnir eru í boði í nokkrum bragðtegundum sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Reeses er fyrir þá sem elska hnetur og hnetusmjör. Súkkulaðisírópið frá Hershey‘s þekkja flestir Íslendingar sem gleðigjafa út á ísinn eða út í ískalda mjólkina.
Kexsmiðjan var stofnuð um mitt ár 1996 á Akureyri. Í fyrstu voru einungis kex og smákökur framleiddar en fljótlega bættust við ýmsar tegundir af kaffibrauði svo sem snúðar, muffins, vínarbrauð og margt fleira. Allar götur frá stofnun hefur Kexsmiðjan þróað og sett á markað vörur sem neytendur hafa tekið mjög vel. Fyrirtækið hefur þannig verið leiðandi í því að mæta þörfum neytenda varðandi hentugar smásölueiningar og það hefur skapað stöðugan og góðan vöxt Kexsmiðjunnar allt frá byrjun.
Krüger te eru bragðgóð og sæt og fást í þremur bragðtegundum. Auðvelt er að hella upp á Krüger te þar sem hægt er að neyta þeirra bæði í köldu og heitu vatni.
Langnese hunang var fyrst framleitt árið 1925 í Þýskalandi. Langnese er með langa hefð og er eitt þekktasta vörumerkið í hunangsframleiðslu.  Útlit vörunnar, þ.e. sjálf glerkrukkan, hefur ekki breyst frá upphafi. Hægt er að fá Langnese hunang í nokkrum bragðtegundum.
Merba smákökurnar eru framleiddar í Hollandi. Þótt þær séu framleiddar í Evrópu eru þær ekta amerískar súkkulaðibitakökur. Nýjasta afurðin frá Merba eru Merba Nougatelli smákökurnar sem eru með mjúku Nutella hnetusmjöri í miðjunni. það verður enginn svikinn af því að bragða á Merba smákökunum.
Nutella er frægasta heslihnetusmjör í heiminum og hefur verið framleitt síðan 1944 á Ítalíu. Nutella er fyrst og fremst þekktast sem hnetusmjör með mjúku og fyllandi súkkulaði- og heslihnetubragði. Ísam selur Nutella í tveimur stærðum, fjölskyldustærð og eins skammta stærðum.
Ora framleiðir hin ýmsu matvæli og það sem einkennir Ora vörurnar er fyrsta flokks hráefni auk fagmennsku á hæsta stigi. Slík blanda getur ekki annað en skilað góðri vöru. Ora vörurnar hafa notið fádæma vinsælda hjá Íslendingum allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1952. Matvæli frá Ora hafa verið á borðum Íslendinga í rúm 60 ár og sumar vörur fyrirtækisins orðnar órjúfanlegur hluti matmálstíma á mörgum heimilum. Þar má fyrst nefna Ora grænar baunir, síld, fiskbúðing og fiskbollur sem eru sígildur hversdagsmatur.
Sacla er þekkt vörumerki á sviði matvæla og setur punktinn yfir i-ið þar sem ítölsk matargerð er annars  vegar. Kynntu þér Sacla og úrvalið af gæðavörum sem það hefur uppá að bjóða.
Franskar sultur sem innihalda engan viðbættan sykur. Í sulturnar frá St.Dalfour eru eingöngu notaðir 100% ávextir og engin aukaefni. Sulturnar fást í margvíslegum bragðtegundum. St.Dalfour hóf nýverið framleiðslu á lífrænum desertsósum sem innihalda engan viðbættan sykur né aukaefni.
Steeves hlynsíróp hefur verið framleitt síðan 1869 í Kanada og hefur fyrirtækið fengið fjöldann allan af viðurkenningum fyrir fagleg störf í gegnum árin. Steeves hlynsíróp fæst einnig með hungangsbragði og smjörbragði.
Sunlolly ávaxtaklakarnir eru ófrystir og pakkaðir í skemmtilega hönnuðum fernum sem er auðvelt að kreista. Sunlolly inniheldur engin aukaefni, rotvarnarefni eða litarefni. Sunlolly ávaxtaklakarnir fást í nokkrum bragðtegundum sem eru hver öðrum betri.
Sunquick ávaxtaþykknið er framleitt af sama fyrirtæki og Sunlolly ávaxtaklakarnir. Þykknið er framleitt úr hreinum ávaxtasafa og inniheldur að lágmarki 50% safa og er góður C-vítamíngjafi. Sunquick er í glerflösku sem tryggir að gæðin og bragðið haldi sér. Ávaxtaþykknið frá Sunquick er til í fimm bragðtegundum og innihaldur hvorki viðbættan sykur né litarefni. Með einni flösku af Sunquick færðu rúma 8 lítra af djús. Sunquick er bragðgóður ávaxtadrykkur sem höfðar til allrar fjölskyldunnar.
Sunrice er þýskur súkkulaðiframleiðandi sem framleiðir fyrst og fremst rís-súkkulaðistykki. Í boði eru nokkrar bragðtegundir af rís-súkkulaði, bæði með mjólkursúkkulaði og dökku súkkulaði. Einnig framleiða þeir sérstaka jólavörulínu sem heitir Friedel sem flestir Íslendingar ættu að vera farnir að kannast við.