Golfvörumerki

Golfvörumerki (6)

Golfdeild Ísam flytur inn golfvörur frá Acushnet og Ping og þeim vörumerkjum sem þeim tilheyra. Ping er eitt allra vinsælasta golfvörumerki á Íslandi og víða um heim. Allar vörur sem golfdeildin flytur inn koma frá Englandi. Kynntu þér vörumerkin.

FootJoy hefur í nærri 160 ár framleitt hágæða golfskó, golfhanska og golffatnað. FootJoy hefur ávallt sérhæft sig í framleiðslu á golfvörum enda er vörumerkið tákn kylfingsins. Ef þú klæðist vörum frá FootJoy þá vita aðrir að þarna er kylfingur á ferð. FootJoy var stofnað árið 1857 í Boston líkt og systurfyrirtæki þess Titleist. Árið 1985 keypti Acushnet, eigandi Titleist, FootJoy og við það sameinuðust tveir risar á markaðnum. Í dag er FootJoy söluhæsta vörumerkið í heiminum í golfskóm og golfhönskum og tveir af hverjum þremur á stærstu mótaröðum heims nota skó frá fyrirtækinu. Fræðstu frekar um FootJoy golfvörurnar á heimasíðu þeirra www.footjoy.com Sjáðu 2013 Anthem frá FootJoy
Ping ævintýrið hófst í litlum bílskúr í Scottsdale, Kaliforníu, árið 1959. Stofnandi PING, Karsten Solheim, hafði þá uppgvötað að pútterinn sem hann hafði prófað fyrr um daginn væri ekki að virka sem skildi og hóf að hanna eigin pútter sem væri auðveldari í notkun. Sú hönnun átti eftir að umbylta golfheiminum og enn í dag koma á markað vörur sem eru afrakstur árangurs og nýjunga. Ping hefur verið vinsælt á Íslandi síðan ÍsAm hóf innflutning á pútterunum frá þeim árið 1976. Ping er vörumerki sem Íslendingar geta treyst að skili þeim hámarksárangri enda er Ping það fyrirtæki í golfheiminum sem leggur hve mesta áherslu á tækniframfarir í þróun og framleiðslu á golfkylfum sem verða sífellt betri og betri.    Við mælum með Ping fyrir alla. Enginn verður svikinn af vörum þeirra eða þjónsutu . Stefna Ping er að selja öll golfsett sérmæld þar sem við erum öll mismunandi og þurfum ólíkar…
Pinnacle er vörumerki í eigu Acushnet, sömu aðila sem standa að baki og framleiða Titleist golfboltana. Pinnacle framleiða eingöngu golfkúlur og bjóða upp á vandaða vöru og hagstætt verð. Pinnacle Gold er þeirra þekktasta vörumerki en sú golfkúla er framleidd bæði fyrir karla og konur. Pinnacle Gold kvennagolfkúlan er betur þekkt sem „slaufuboltinn“ hjá konunum og er gríðarlega vinsæl á Íslandi. Pinnacle golfboltinn kom fram á sjónarsviðið árið 1981 og hefur frá upphafi verið ákjósanlegur bolti fyrir þá sem eru komnir stutt í íþróttinni. Pinnacle hefur upp á allt að bjóða fyrir þennan hóp: vandaðan bolta og hagstæð kaup. Hann er þægilegur í notkun og alls ekki eins harður og svo margir aðrir boltar í sama verðflokki og Pinnacle. Í stuttu máli má segja að Pinnacle séu bestu kaupin fyrir þá kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Heimasíða Pinnacle er www.pinnaclegolf.com
Scotty Cameron er kylfusmiður sem er af mörgum talinn fremsti púttersmiðurinn í dag. Scotty hóf að framleiða púttera í sínum bílskúr árið 1992 og ári seinna þegar sigurvegarinn á Mastersmótinu notaði pútter úr smiðju hófst ævintýrið. Síðan 1993 hafa yfir 100 mót á heimsvísu unnist með Scotty Cameron og þar af eitt af hverjum þremur risamótum sem gerir Scotty Cameron að næstsigursælasta pútter heims frá upphafi á eftir Ping. Árið 1994 samdi Scotty við Titleist um að hanna púttera undir þeirra vörumerki og hefur það samstarf skilað báðum aðilum góðu orðspori og ótal mörgum kylfingum sætum sigri. Scotty Cameron pútterarnir eru hvorki fjöldaframleiddir né steyptir í mót og við gerð þeirra er notað dýrt hágæðastál. Framleiðsluferlið er mjög vandvirkt og eru þeir handsmíðaðir að hluta. Þetta skýrir hvers vegna Scotty Cameron pútterar eru í hærri verðflokki en flestir aðrir en fyrir vikið veita Scotty Cameron pútterarnir ómótstæðilega tilfinningu og bestu…
Allir kylfingar kannast við Titleist vörumerkið enda það stærsta í golfheiminum. Titleist fyrirtækið hóf sína starfsemi árið 1932 og framleiddi fyrst um sinn aðeins golfbolta. Þeir náðu fljótt yfirburðum á því sviði og hafa t.a.m. átt vinsælasta boltann á U.S. PGA Tour síðan 1949 sem gerir hann sigursælasta golfboltann frá upphafi. Fleiri kylfingar á stærstu mótaröðum heims nota Titleist Pro V1/x golfbolta en alla aðra bolta samanlagt. Þetta er vegna þeirrar einföldu staðreyndar að bestu atvinnumenn heims treysta Titleist fyrir sínum leik, treysta því að allir boltar frá Titleist hagi sér nákvæmlega eins og skapi þeim þannig stöðugleika sem er svo mikilvægur í golfíþróttinni. Til að framleiða golfbolta sem haga sér nákvæmlega eins þarf framleiðsluferlið að vera mjög vandvirkt enda eru margir þættir sem eru að verki í framleiðsluferlinu. Titleist framleiðir alla sína bolta sjálfir, í  eigin verksmiðjum sem hafa verið í Boston frá stofnun fyrirtækisins og með sínu eigin…
Bob Vokey er kylfusmiður sem af mörgum er talinn fremsti fleygjárnshönnuðurinn í dag. Vokey, eða Voke eins og hann er kallaður, hefur unnið með mörgum af stærstu nöfnunum í golfheiminum og fengið þeirra aðstoð við að hanna sín fleygjárn og betrumbæta. Þetta hefur skilað frábærum árangri og líklega bestu fleygjárnunum sem völ er á í dag. Voke hóf sinn feril árið 1976 og 20 árum síðar samdi hann við Titleist um að hanna golfkylfur undir þeirra vörumerki og fljótlega fór hann að einblína á gerð fleygjárna. Á heimasíðu Bob Vokey, www.vokey.com, má finna allar upplýsingar um vinsælustu fleygjárn atvinnumannanna og þar getur þú m.a. sérhannað þitt eigið fleygjárn undir flipanum „Wedgeworks“. Sjáðu myndasýningu af vinnustofu Vokey