Skuggamynd af golfara slá kúlu ÍsAm flytur inn golfvörur frá tveimur heimsþekktum framleiðendum, Acushnet og PING. Acushnet er móðurfyrirtæki vörumerkjanna Titleist, FootJoy, Pinnacle, Vokey og Scotty Cameron. Allar golfvörur sem fluttar eru inn í dag koma frá Englandi.

ÍsAm hóf innflutning á PING vörum frá Bandaríkjunum árið 1976. Í þá daga framleiddu PING aðeins sína frægu púttera en árið 1982 slógu PING Eye2 járnin í gegn á Íslandi og upp frá því hefur PING verið eitt vinsælasta golfvörumerkið á Íslandi.

Nokkrum árum síðar komst á samband við Acushnet sem í þá daga framleiddu aðeins járnkylfur, golfbolta og golfkerrur undir vörumerkinu Titleist. Óþarfi er að kynna Titleist golfvörumerkið enda eitt það frægasta í heiminum í dag og síðustu áratugi. Með tímanum sameinaðist Titleist fleiri framleiðendum og nú í dag tilheyra golfvörumerkin; Titleist, FootJoy, Pinnacle, Vokey og Scotty Cameron sömu keðjunni sem kallast Acushnet.

Hægt er að fá allar upplýsingar um golfvörurnar hjá golfdeild ÍsAm í síma 522-2712 eða á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Hér er listi yfir helstu sölustaði okkar merkja:

 

Deila |