Vörumerki

Vörumerki

Flóra vörumerkja Ísam er afar fjölbreytt, hvort sem um er að ræða innflutning og heildsölu, framleiðslu eða önnur viðskipti.

A DEO ólífuolían er framleidd af Valgerði Bachman, íslenskum ólífubónda sem rekur búgarð í sólríkum Lucca hæðum Toscana-héraðs á Ítalíu. Á búgarðinum tína þau sjálf ólífurnar af trjánum og tveimur sólahringum síðar eru þær komar til hr. Luca Perna sem pressar þær fyrir þau af alúð. Engar síur, aukaefni eða ólífur frá ódýrari svæðum koma við sögu í framleiðslu á A DEO olíunni. Margir telja Lucca héraðið besta ólífuhérað heims. Ólífurnar er bragðmiklar en þó léttar og auðþekkjanlegar af blómaangan og ávaxtakeimi með örlítið beiskum undirtón. Þær bæta allan mat, gera gott brauð betra, einfalt salat að veislumáltið og pasta…
Bökunarvörur. Mjöl fyrir bakstur.
Always dömubindi hafa verið framleidd síðan 1983. Árið 1990 komu svo Always Ultra dömubindin á markað, en þau voru mun þynnri en áður hafði þekkts og veittu jafnframt mun betri rakavörn. Always dömubindin eru í stöðugri þróun, en markmiðið er að uppfylla þarfir kvenna á meðan á þessum tíma tíðahringsins stendur. Always dömubindi eru fyrir konur á aldrinum 11-49 ára og þær sem vilja sem besta vörn, en vöruúrval Always er sniðið að þessum þörfum; Always Ultra með og án vængja, Always bindi með ilm og Always bindi ásamt blautþurrku svo eitthvað sé nefnt. Notkun á buxnainnleggjum fer vaxandi í dag, Always innleggin henta vel öllum konum og eiga ekki eingöngu við meðan á blæðingum stendur. Always innlegg eru örþunn og nett, hönnuð með þarfir nútímakonunnar í huga. Innleggin eru mismunandi að stærð og þykkt og koma með og án ilms og henta því konum á öllum aldri.Hægt er að…
Ambi Pur 2in1 fljótandi er áhrifamesta nýsköpunin í “klósettsteinum”. Ambi Pur 2in1 er með aukinn gljáa sem að heldur klósettskálinni þinni glansandi og kemur í veg fyrir að kalkskán myndist í klósettinu með tímanum. Einnig hafa þeir sérstakan “blotter” sem viðheldur ilminum lengur og stýrir honum þannig að ilmurinn helst frá fyrsta til síðasta skols (sturts). Kannanir sýna að fólk vill hafa klósettin ilmandi hrein en nennir ekki að þrífa klósettið sitt oft og kemur Ambi Pure því til móts við þær þarfir.
Matvörur fyrir stóreldhús. Krydd og sósur.
Ariel kom á markað 1991 og er sífellt að þróast í að veita tauinu meiri vernd með minni þvottaskammti og aukinni virkni. Í Ariel eru lífræn leysiefni (enzyme) sem innihalda engin skaðleg efni heldur eingöngu vistvæn efni. ACTILIFT er nýjasta tæknin í Ariel sem mýkir þræðina í efninu þannig að blettir festast síður við og verða auðveldari viðureignar. Til að hvítur þvottur gráni ekki skal nota Ariel regular. Ariel colour er fyrir litaðan þvott og með efnum sem vernda litinn svo fötin upplitast síður og verða „ný“ lengur. Þú færð bjartari liti og hvítari þvott eftir aðeins þrjá þvotta með Ariel. Ariel fljótandi hentar sérstaklega vel við lágt hitastig því það leysist strax upp í þvottinum og fer strax að vinna á óhreinindunum. Það er skammtað í plastkúlu sem fer inn í þvottavélina. Þróun í þvottaefnum hjá leiðtogum eins og P&G felur í sér að ná fram meiri virkni í…
Kjöt- og fiskvörur. Mikið úrval af maríneringum, kryddum og sérhæfðum hjálparefnum fyrir kjötiðnað.
Bökunarvörur. Marsípan, fyllingar og önnur hjálparefni fyrir bakarí og bakstur.
Bökunarvörur. Belgískt eðalsúkkulaði
BKI er hágæðakaffi sem framleitt er í Danmörku. BKI Classic er meðalristað malað kaffi með sérvöldum baunum frá þekktustu kaffisvæðum heimsins sem tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragð. BKI Extra er dökkristað malað kaffi sem er einnig snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir.
Matvara fyrir stóreldhús. Kaffi og te og allt því sem tilheyrir. Sjá meira um BKI undir Matvörudeild
Campbell‘s fyrirtækið var stofnað árið 1869 í Jersey í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hóf að framleiða súpur í dós árið 1987 og er fyrirtækið hvað þekktast fyrir það í dag. Þetta þekkta og vandaða vörumerki býður einnig upp á ódýra, fljótlega og gómsæta pastarétti og bollasúpur.
Umbúðir. Plastumbúðir og umbúðapappír.
Clearblue er heimsleiðtogi í flokki þungunar- og frjósemisprófa. Neytendur treysta Clearblue af því það gefur þeim nákvæmar upplýsingar á einfaldan og skiljanlegan hátt. Clearblue er viðurkennt vörumerki og viðurkennd af læknum enda státar það af 25 ára sérfræðiþekkingu sem endurspegla gæði og nýsköpun í flokki þungunar- og frjósemisprófa.
Cornish sjávarsaltið er unnið á vistvænan hátt í umhverfisvottaðri verksmiðju sem er staðsett 8 metrum frá sjávaruppsprettunni sem tryggir hreinleika og gæði saltsins. Hreinleikinn gefur saltinu aukið bragð og fyllingu við matreiðslu ásamt því að varðveita yfir 60 nauðsynleg stein- og snefilefni og hafa lægra natríum innihald en hefðbundið salt. Cornish sjávarsaltið hefur hlotið 10 matar- og markaðs verðlun í Bretlandi og er notað af þekktum meistara kokkum á borð við Jamie Oliver og Rick Stein.
Crest er heimsþekkt vörumerki og mest selda tannkremið í Bandaríkjunum. Crest var fyrsta flúor-tannkremið í heiminum sem virkaði gegn tannskemmdum og fyrsta tannkremið í heiminum til að vera viðurkennt af Ameríska tannlæknafélaginu (American Dental Association). Þá er Crest leiðandi vörumerki í hvítunar-tannvörum með yfirburðastöðu á þeim markaði.
Cricket er einn útbreiddasti kveikjari í heimi og skarar framúr öðrum kveikjurum hvað varðar gæði og öryggi. Þeir eru gerðir úr sérstöku næloni sem þolir allt að 250 gráðu hita þannig að ef hann ofhitnar bráðnar hann og lekur gasinu út en springur ekki eins og margir kveikjarar. Cricket er með „fixed flame technology“ sem skynjar hitastig til að gefa alltaf sömu hæð af loga auk þess að vera þróaður þannig að ryk og drulla hindri ekki logann. Cricket er sænskt vörumerki og fyrsti kveikjarinn í heiminum sem er vottaður sem barnvænn; þ.e. hannaður þannig að erfitt sé fyrir börn að kveikja með honum. Vörulína Cricket samanstendur af einföldum kveikjurum, smellukveikjurum og kertakveikjurum í mismunandi litum og lögun sem allir eru vottaðir samkvæmt ströngum ISO gæðastöðlum.
Cricket er einn útbreiddasti kveikjari í heimi og skarar framúr öðrum kveikjurum hvað varðar gæði og öryggi. Þeir eru gerðir úr sérstöku næloni sem þolir allt að 250 gráðu hita þannig að ef hann ofhitnar bráðnar hann og lekur gasinu út en springur ekki eins og margir kveikjarar.Sjá meira um Cricket undir merkjum Tóbaks- og eldfæradeildar.
De Cecco er stærsti söluaðili pasta á Ítalíu og hófu pastaframleiðslu sína árið 1887. Þeir hafa haldið sig við upprunalegar framleiðsluaðferðir, þ.e. eingöngu notað Durum hveiti, pastað er skorið með bronsáhöldum og þurrkað við lágan hita til að halda bragðgæðum og hrjúfri áferð sem einkennir heimagert pasta. De Cecco býður upp á margar tegundur af pasta, í long shape og short shape. Einnig eru í boði pastasósur sem innihalda hvorki sykur né aukaefni og jafnast á við heimagerðar sósur. De Cecco ólífuolían er ómissandi með De Cecco pasta og í alla aðra matargerð.
Matvörur fyrir stóreldhús. Pasta og fleiri ítalskar matvörur. Sjá einnig De Cecco undir Matvörurdeild.
Bökunarvörur. Hágæðahveiti fyrir bakarí og brauðgerðir.
Dr. Oetker hefur framleitt ýmiskonar matvæli í yfir 100 ár. Ísam flytur inn ýmsar vörur frá Dr. Oetker, einkum hráefni í bakstur, kökuskraut og búðinga. Kökuskrautið hefur notið mikilla vinsælda hér á landi, sérstaklega við bollakökuskreytingar. Margar nýjungar líta dagsins ljós í kökuskreytingunum frá Dr. Oetker á hverju ári og hefur það fallið í góðan farveg.
Matvara. Heimsþekkt vörumerki með toppvörur fyrir stóreldhús. Sjá einnig Dr. Oetker undir Matvörudeild
Matvara. Frosið grænmeti og kryddjurtir.
Duracell er heimsleiðtogi í rafhlöðum með yfirburðastöðu enda með framúrskarandi endingu, gæði og tækni. Upphaf sögu Duracell byrjar 1920 en vörumerkið sjálft varð til 1964 þegar eftirspurn eftir neytendarafhlöðum fór að aukast. Fram að þeim tíma var framleitt fyrir þriðja aðila í tæki eins og vasaljós, talstöðvar, ljósmyndabúnað o.s.frv. Duracell er í sífelldri tækniþróun og eftir því sem tækninni fleytir fram eykst notkun rafhlaða. Á meðan sumir þurfa rafhlöðu í nýtt leikfang vilja aðrir vera vissir um að reykskynjarinn virki en hvort sem fólk er að gleðja börnin sín eða tryggja öryggi heimilisins þarf rafhlöðu sem virkar. Trygging á þessum áreiðanleika og stöðugum afköstum hefur gert Duracell að því að vera traust vörumerki allstaðar. Duracell býður fjölbreytt vöruval allt frá einföldum rafhlöðum til persónulegra nota að lausnum fyrir orkufrek tæki.
FAIRY uppþvottalögurinn var lengi þekktur sem YES, og þá sem „litla kraftaverkið á fitu“. Árið 2002 breytti YES um nafn og varð að Fairy og hefur síðan þá þróast í að vera virkasta uppþvottaefni á fitu en er líka einstaklega milt fyrir hendurnar þannig að húðin þornar ekki upp. Þróunin heldur sífellt áfram og nú er hægt að fá Fairy með mismunandi ilmi, auk þess sem boðið er upp á bakteríueyðandi uppþvottalög og Fairy fyrir uppþvottavélar. Fairy uppþvottavélahylki eru „allt í einu hylki“ vara þannig að þú þarft engan gljáa eða önnur aukaefni með til að fá glansandi og hreint leirtau. Fairy fer einnig einstaklega vel með plastílát og hefur Tupperware vottað Fairy sem frábæra vöru fyrir ílátin sín. Fairy er með yfir 50 ára reynslu, endist 50% lengur en næsta tegund (nr. 2 á Bretlandsmarkaði) og er vottað og viðurkennt sem milt fyrir hendurnar. Fairy uppþvottalögurinn fæst í 4…
Matvara. Tómatar í pokum.
Ferrero Rocher var stofnað árið 1982 á Ítalíu. Á örfáum árum varð Ferrero Rocher súkkulaðið uppáhald milljóna manna um heim allan og er í dag leiðandi á sínu sviði. Glæsilegu gylltu umbúðirnar ásamt einstaka bragði af krem vafðri heslihnetu gefur Ferrero Rocher súkkulaðinu einstakt bragð sem engin verður svikinn af.
Finn Crisp fyrirtækið var stofnað árið 1952 í Helsinki í Finnlandi. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið hvað þekktast fyrir framleiðslu á þunnu hrökkbrauði og er það leiðandi fyrirtæki á þeim markaði. Finnar eiga langa sögu í neyslu á hrökkbrauði og hafa það að leiðarljósi að framleiða hollt og næringaríkt hrökkbrauð. Vörurnar frá Finn Crisp innihalda mikið af trefjum og er mjög vinsælar og þekktar á Norðurlöndunum.
Fixodent tannlím gefur fólki tækifæri á að njóta lífsins, borða, drekka, hlæja, hnerra og brosa af öryggi án þess að þurfa að hafa áhyggjur af tönnunum. Fixodent heldur tanngómum á réttum stað, eykur bitstyrk, dempar núning og virkar sem vörn á að matarleyfar fari undir góminn. Þessir eiginleikar leiða af sér að það eru færri sár svæði í munninum, ferskari andardráttur, aukin bakteríuvörn og heilbrigði.
FootJoy hefur í nærri 160 ár framleitt hágæða golfskó, golfhanska og golffatnað. FootJoy hefur ávallt sérhæft sig í framleiðslu á golfvörum enda er vörumerkið tákn kylfingsins. Ef þú klæðist vörum frá FootJoy þá vita aðrir að þarna er kylfingur á ferð. FootJoy var stofnað árið 1857 í Boston líkt og systurfyrirtæki þess Titleist. Árið 1985 keypti Acushnet, eigandi Titleist, FootJoy og við það sameinuðust tveir risar á markaðnum. Í dag er FootJoy söluhæsta vörumerkið í heiminum í golfskóm og golfhönskum og tveir af hverjum þremur á stærstu mótaröðum heims nota skó frá fyrirtækinu. Fræðstu frekar um FootJoy golfvörurnar á heimasíðu þeirra www.footjoy.com Sjáðu 2013 Anthem frá FootJoy
Kexið frá Frón á sér marga dygga aðdáendur og árlega koma um 700 tonn af ljúffengu kexi úr ofnunum. Matarkexið á þar heiðurssæti þar sem það hefur verið með frá upphafi og var fyrsta íslenska kextegundin á sínum tíma. Þá hefur Mjólkurkexið átt sinn sess á borðum Íslendinga í yfir fimmtíu ár. Frón er leiðandi vörumerki á íslenskum kexmarkaði. Mjólkurkexið er langvinsælasta kexið hér á landi. Íslendingar neyta árlega um 260 tonna af þessu ljúffenga kexi, eða 22 þúsund kílóa á mánuði.
Kjöt- og fiskvörur. Amerískar maríneringarvörur og krydd.
Bökunarvörur. Fræ til margvíslegra nota fyrir bakarí og bakstur.
Matvörur fyrir stóreldhús. Pasta og ítalskar matvörur.
Gillette er heimsleiðtogi í sínum vöruflokki á allan hátt; sölu í verðmætum, sölu í magni, dreifingu, fjölda einkaleyfa, fyrstir með nýjungar ofl. Gillette vörulínur eru í sífelldri þróun til að mæta kröfum notenda og einkunnarorð þeirra eru „The best a man can get“ og stendur Gillette vel undir þeim! Gillette er með vörulínur í rakvélakerfum, einnota rakvélum, rakfroðu og rakgeli, aftershave og svitalyktareyðum bæði fyrir herra og dömur. Nýjasta rakvélin er Fusion sem kom á markað 2006/7 og síðan þá hafa þróast fleiri rakvélar innan línunnar og nýjasta er Fusion ProGlide rakvélin. Gillette herra Gillette Fusion ProGlide er með þynnstu og bestu rakvélablöðunum sem að Gillette býður upp á. Það eru 5 blöð sem liggja þéttar saman og minnka þannig erting við húðina. Endurbætt gelrönd, veltihaus, kambur og plógur sem að gerir raksturinn enn þægilegri. Einnig er stuðningur við blöðin til að viðhalda réttu bili á milli þeirra og endurhannað…
Head & Shoulders kom fyrst á markað 1961 og er eitt þekktasta flösusjampó í heimi og mest selda sjampó á Íslandi í dag. Head & Shoulders er til í mismunandi gerðum eftir því hvað hentar hverjum og einum, allar gerðir hafa þann eiginleika að viðhalda heilbrigði hársins og umfram allt, losa það við flösu. Head & Shoulders er hannað til að fullnægja þörfum fólks með mismunandi hár svo það verði líflegt og glæsilegt. Head & Shoulder er sjampó fyrir konur og herra sem vilja: Koma í veg fyrir hárþurrkMinnka kláða og óþægindi í hársverðiMinnka roða í hársverðiKoma í veg fyrir flösuKoma jafnvægi á rakann í hárinuFallegt hár og heilbrigðan hársvörð
Hershey‘s er einn stærsti súkkulaðiframleiðandi í Bandaríkjunum og hefur framleitt súkkulaði frá árinu 1894. Þekktustu Hershey‘s vörurnar á Íslandi eru súkkulaðistykkin, kossarnir, sírópið og Reeses. Súkkulaðistykkin og kossarnir eru í boði í nokkrum bragðtegundum sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Reeses er fyrir þá sem elska hnetur og hnetusmjör. Súkkulaðisírópið frá Hershey‘s þekkja flestir Íslendingar sem gleðigjafa út á ísinn eða út í ískalda mjólkina.
Umbúðir. Kökubox.
Kjöt- og fiskvörur. Krydd og sósur.
Kexsmiðjan var stofnuð um mitt ár 1996 á Akureyri. Í fyrstu voru einungis kex og smákökur framleiddar en fljótlega bættust við ýmsar tegundir af kaffibrauði svo sem snúðar, muffins, vínarbrauð og margt fleira. Allar götur frá stofnun hefur Kexsmiðjan þróað og sett á markað vörur sem neytendur hafa tekið mjög vel. Fyrirtækið hefur þannig verið leiðandi í því að mæta þörfum neytenda varðandi hentugar smásölueiningar og það hefur skapað stöðugan og góðan vöxt Kexsmiðjunnar allt frá byrjun.
Kjöt- og fiskvörur. Kartöflumjöl og trefjar.
Krüger te eru bragðgóð og sæt og fást í þremur bragðtegundum. Auðvelt er að hella upp á Krüger te þar sem hægt er að neyta þeirra bæði í köldu og heitu vatni.
Langnese hunang var fyrst framleitt árið 1925 í Þýskalandi. Langnese er með langa hefð og er eitt þekktasta vörumerkið í hunangsframleiðslu.  Útlit vörunnar, þ.e. sjálf glerkrukkan, hefur ekki breyst frá upphafi. Hægt er að fá Langnese hunang í nokkrum bragðtegundum.
Bökunarvörur. Kökuskraut búið til úr bestu fáanlegu hráefnum.
Lenor taumýkir er settur í síðasta skolvatnið til að gefa þvottinum mýkt, ljúfan ilm, afrafmagna auk þess sem auðveldara verður að strauja þvottinn. Lenor inniheldur þráðavörn sem dregur úr hættu á að bómullarfatnaður upplitist og er sérstaklega prófaður gegn ofnæmi. Lenor er ávallt að þróa sig betur og nú helst ilmurinn og ferskleikinn af þvottinum í heila viku. Lenor er fáanlegt í 3 tegundum, Sleep Sensation, Spring og Summer.
Matvörur fyrir stóreldhús. Fyrirtæki sem er margverðlaunað fyrir sína frosnu ávexti.
Merba smákökurnar eru framleiddar í Hollandi. Þótt þær séu framleiddar í Evrópu eru þær ekta amerískar súkkulaðibitakökur. Nýjasta afurðin frá Merba eru Merba Nougatelli smákökurnar sem eru með mjúku Nutella hnetusmjöri í miðjunni. það verður enginn svikinn af því að bragða á Merba smákökunum.
Nutella er frægasta heslihnetusmjör í heiminum og hefur verið framleitt síðan 1944 á Ítalíu. Nutella er fyrst og fremst þekktast sem hnetusmjör með mjúku og fyllandi súkkulaði- og heslihnetubragði. Ísam selur Nutella í tveimur stærðum, fjölskyldustærð og eins skammta stærðum.
Be a man, smell like a man man Old Spice er hinn eini sanni orginal ilmur og hefur verið ti l á markaði síðan 1938. Þett a er táknræn vara með 70 ára reynslu ! Heimsþekktur og virtur ilmur sem nú er búinn að slá í gegn upp á nýtt !! Old Spice Whitewater er ferskari og yngri útgáfa en þó með sama karlmannlega ilminum. Eins útlítandi fl aska nema gegnsæ með hafb láum rakspíra. Old Spice Deo er áhrifaríkt, með góðri likt og gefur þér frábæra svitavörn allan daginn. Old Spice Aerosol Bodyspray, kælandi og frískandi með frábærri svitavörn sem endist allan daginn. Old Spice Orginal rakspíri 100ml: Hinn eini sanni ilmur sem að kom á markaðinn 1938. Karlmannlegri ilm varla hægt að finna. Old Spice Orginal DEO stick: Áhrifarík svitavörn í allt að 24 tíma með Orginal ilminum. Svitastykki í föstu formi. Old Spice DEO Spray Orginal: Kælandi…
Ora framleiðir hin ýmsu matvæli og það sem einkennir Ora vörurnar er fyrsta flokks hráefni auk fagmennsku á hæsta stigi. Slík blanda getur ekki annað en skilað góðri vöru. Ora vörurnar hafa notið fádæma vinsælda hjá Íslendingum allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1952. Matvæli frá Ora hafa verið á borðum Íslendinga í rúm 60 ár og sumar vörur fyrirtækisins orðnar órjúfanlegur hluti matmálstíma á mörgum heimilum. Þar má fyrst nefna Ora grænar baunir, síld, fiskbúðing og fiskbollur sem eru sígildur hversdagsmatur.
Oral-B er heimsleiðtogi í flokki tannbursta og það tannburstamerki sem flestir tannlæknar um allan heim mæla með. Oral-B á yfir 60 ára sögu og var fyrsti tannburstinn með nælonhárum sem hannaður var af tannholdsfræðingi í Bandaríkjunum. Oral-B býður fjölbreytt vöruúrval tannhreinsivara og tannbursta fyrir misjafnar þarfir sem eiga það sameiginlegt að vera þróaðar til að hreinsa einstaklega vel og minnka líkur á tannskemmdum. Treystu tannburstanum sem tannlæknar nota!
Pampers byggir á arfleifð og reynslu þar sem hollusta er ætluð börnum á öllum stigum þroskaferlisins og þar sem markmiðið er að þróa sífellt betri vörur fyrir börn. Innblástur að hönnun og þróun Pampers vara er fengin frá þeim bestu; börnunum sjálfum og sérfræðingum í þroska og umönnun barna. Pampers leggur áherslu á eftirfarandi við þróun á vörum: Skynjun (jákvæð upplifun af vörunni, þægindi o.s.frv.)Lífeðlisfræði (vöxtur, hreyfing)Vitsmunafræði (hugsun, skilningur, tilfinning)Félagslega þætti (leikgleði, velta, skríða, klifra) => Þetta er það sem aðgreinir Pampers frá samkeppnisvörumPampers er annt um þroskaferli barns þíns.Pampers viðheldur samskiptum við foreldra og sérfræðinga um allan heim með mismunandi viðhorf, fjárhagstöðu, landfræðilegan og þjóðfélagslegan bakgrunn.Pampers er byggt á innblástri frá börnum, hannað af Pampers. Pampers viðheldur tengslum við spítala, heilsustofnanir, ljósmæður, ofnæmissamtök o.fl. sem tengjast börnum. Markmið Pampers: Að bjóða bleiur sem passa og virka betur.Að bjóða sanngjarnt verð (breidd og dýpt í vöruvali svo viðskiptavinir hafi val).Að…
Pantene Pro-V gerir þér kleift að ljóma af fegurð og heilbrigði, en Pantene inniheldur einstaka formúlu sem byggir á Pro-V vítamín B5 og amínósýrusamsetningu sem eru raunveruleg grunnefni heilbrigðs hárs og gefur því styrk, sveigjanleika og gljáa. Á bak við Pantene hárvörurnar er mikil vöruþróun og vísindi, en frábærir vísindamenn á sínu sviði hafa tekið þátt í að þróa Pantene vörurnar. Þess vegna er Pantene þekkt fyrir hágæðahárvörur hannaðar til að ná fram því besta í hárinu þínu. Heilbrigði, gljái og fallegt hár eru einkunnarorð Pantene. Þar sem við erum öll ólík og með mismunandi þarfir, þá býður Pantene upp á sjampó sem fullnægir þessum mismunandi þörfum. Sem dæmi má nefna sjampó og næringu fyrir fíngert hár, sjampó sem styrkir hárið og kemur í veg fyrir slit, sjampó sem byggir upp vörn og sjampó fyrir litað hár svo eitthvað sé nefnt. Einnig býðir Pantene upp á frábærar djúpnæringar.
Bökunarvörur. Gæða konditorvörur frá heimsþekktum framleiðanda.
Umbúðir. Bökunarform.
Ping ævintýrið hófst í litlum bílskúr í Scottsdale, Kaliforníu, árið 1959. Stofnandi PING, Karsten Solheim, hafði þá uppgvötað að pútterinn sem hann hafði prófað fyrr um daginn væri ekki að virka sem skildi og hóf að hanna eigin pútter sem væri auðveldari í notkun. Sú hönnun átti eftir að umbylta golfheiminum og enn í dag koma á markað vörur sem eru afrakstur árangurs og nýjunga. Ping hefur verið vinsælt á Íslandi síðan ÍsAm hóf innflutning á pútterunum frá þeim árið 1976. Ping er vörumerki sem Íslendingar geta treyst að skili þeim hámarksárangri enda er Ping það fyrirtæki í golfheiminum sem leggur hve mesta áherslu á tækniframfarir í þróun og framleiðslu á golfkylfum sem verða sífellt betri og betri.    Við mælum með Ping fyrir alla. Enginn verður svikinn af vörum þeirra eða þjónsutu . Stefna Ping er að selja öll golfsett sérmæld þar sem við erum öll mismunandi og þurfum ólíkar…
Pinnacle er vörumerki í eigu Acushnet, sömu aðila sem standa að baki og framleiða Titleist golfboltana. Pinnacle framleiða eingöngu golfkúlur og bjóða upp á vandaða vöru og hagstætt verð. Pinnacle Gold er þeirra þekktasta vörumerki en sú golfkúla er framleidd bæði fyrir karla og konur. Pinnacle Gold kvennagolfkúlan er betur þekkt sem „slaufuboltinn“ hjá konunum og er gríðarlega vinsæl á Íslandi. Pinnacle golfboltinn kom fram á sjónarsviðið árið 1981 og hefur frá upphafi verið ákjósanlegur bolti fyrir þá sem eru komnir stutt í íþróttinni. Pinnacle hefur upp á allt að bjóða fyrir þennan hóp: vandaðan bolta og hagstæð kaup. Hann er þægilegur í notkun og alls ekki eins harður og svo margir aðrir boltar í sama verðflokki og Pinnacle. Í stuttu máli má segja að Pinnacle séu bestu kaupin fyrir þá kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Heimasíða Pinnacle er www.pinnaclegolf.com
Umbúðir. Álform og plastumbúðir.
Bökunarvörur. Hágæðavörur með lausnir fyrir allar tegundir af bakstri.
Sacla er þekkt vörumerki á sviði matvæla og setur punktinn yfir i-ið þar sem ítölsk matargerð er annars  vegar. Kynntu þér Sacla og úrvalið af gæðavörum sem það hefur uppá að bjóða.
Kynntu þér vörumerki Sacla og vörurnar sem það hefur uppá að bjóða. Ítölsk matargerð verður auðveldari með Sacla. Til að laða fram töfra Miðjarðarhafsins í mat er gott að hafa Sacla við höndina.
Scotty Cameron er kylfusmiður sem er af mörgum talinn fremsti púttersmiðurinn í dag. Scotty hóf að framleiða púttera í sínum bílskúr árið 1992 og ári seinna þegar sigurvegarinn á Mastersmótinu notaði pútter úr smiðju hófst ævintýrið. Síðan 1993 hafa yfir 100 mót á heimsvísu unnist með Scotty Cameron og þar af eitt af hverjum þremur risamótum sem gerir Scotty Cameron að næstsigursælasta pútter heims frá upphafi á eftir Ping. Árið 1994 samdi Scotty við Titleist um að hanna púttera undir þeirra vörumerki og hefur það samstarf skilað báðum aðilum góðu orðspori og ótal mörgum kylfingum sætum sigri. Scotty Cameron pútterarnir eru hvorki fjöldaframleiddir né steyptir í mót og við gerð þeirra er notað dýrt hágæðastál. Framleiðsluferlið er mjög vandvirkt og eru þeir handsmíðaðir að hluta. Þetta skýrir hvers vegna Scotty Cameron pútterar eru í hærri verðflokki en flestir aðrir en fyrir vikið veita Scotty Cameron pútterarnir ómótstæðilega tilfinningu og bestu…
Kjöt- og fiskvörur. Sojaprótein.
Franskar sultur sem innihalda engan viðbættan sykur. Í sulturnar frá St.Dalfour eru eingöngu notaðir 100% ávextir og engin aukaefni. Sulturnar fást í margvíslegum bragðtegundum. St.Dalfour hóf nýverið framleiðslu á lífrænum desertsósum sem innihalda engan viðbættan sykur né aukaefni.
Steeves hlynsíróp hefur verið framleitt síðan 1869 í Kanada og hefur fyrirtækið fengið fjöldann allan af viðurkenningum fyrir fagleg störf í gegnum árin. Steeves hlynsíróp fæst einnig með hungangsbragði og smjörbragði.
Sunlolly ávaxtaklakarnir eru ófrystir og pakkaðir í skemmtilega hönnuðum fernum sem er auðvelt að kreista. Sunlolly inniheldur engin aukaefni, rotvarnarefni eða litarefni. Sunlolly ávaxtaklakarnir fást í nokkrum bragðtegundum sem eru hver öðrum betri.
Sunquick ávaxtaþykknið er framleitt af sama fyrirtæki og Sunlolly ávaxtaklakarnir. Þykknið er framleitt úr hreinum ávaxtasafa og inniheldur að lágmarki 50% safa og er góður C-vítamíngjafi. Sunquick er í glerflösku sem tryggir að gæðin og bragðið haldi sér. Ávaxtaþykknið frá Sunquick er til í fimm bragðtegundum og innihaldur hvorki viðbættan sykur né litarefni. Með einni flösku af Sunquick færðu rúma 8 lítra af djús. Sunquick er bragðgóður ávaxtadrykkur sem höfðar til allrar fjölskyldunnar.
Sunrice er þýskur súkkulaðiframleiðandi sem framleiðir fyrst og fremst rís-súkkulaðistykki. Í boði eru nokkrar bragðtegundir af rís-súkkulaði, bæði með mjólkursúkkulaði og dökku súkkulaði. Einnig framleiða þeir sérstaka jólavörulínu sem heitir Friedel sem flestir Íslendingar ættu að vera farnir að kannast við.
Tampax voru fyrstu tíðatapparnir sem veitt var einkaleyfi fyrir og voru fundnir upp af bandarískum lækni árið 1929. Tampax er leiðandi í sölu tíðatappa í heiminum og eru þeir seldir í yfir 150 löndum og notaðir af yfir 100 milljónum. Tampax er fyrir kvenfólk sem vill að þessi tími mánaðarins sé eins og hver annar, t.d. fyrir stelpur sem eru að byrja á blæðingum 12-16 ára (fyrsta sumarið eftir að blæðingar byrja), konur 17-24 sem eru enn að prufa sig áfram og eru að leita eftir betri vörn. Báðir hópar eru að leita eftir vörn sem er "ósýnileg"Tampax þar sem hreinlæti er í fyrirrúmi. - Þráður sem liggur í gegnum miðjuna til að fjarlægja tappann - Með ýtara sem auðveldar rétta notkun - Hver tappi pakkaður inn sérstaklega Allar kvenhreinlætisvörur frá P&G hafa verið ítarlega rannsakaðar með mismunandi aðferðum. Slíkar rannsóknir og neytendaprufur hafa náð til tugþúsunda kvenna auk þess…
Matvörur fyrir veitingahús og stóreldhús. Frábærar tapasvörur frá Tasty.
Three Stars eru útbreiddustu eldspýtur í heimi. Þær komu fyrst á markað 1887 og spannar saga þeirra því rúmlega 120 ár. Eldspýturnar uppfylla ströngustu gæðakröfur í Svíþjóð og framleiddar úr hágæða öspum. Framleiðslan er gæðaprófuð reglulega til að tryggja allt það mikilvæga varðandi öryggi eldspýtna. Til að uppfylla prófanirnar þarf að það kveikni á þeim auðveldlega og það detti ekki af þeim glóð. Auk þess er gengið úr skugga um að þær brotni ekki, það sé ekki neisti í þeim eftir að loginn hefur verið slökktur, að þær innihaldi ekki eitraða þungmálma og séu umhverfisvænar. Vörulína Three Stars samanstendur af eldspýtum í nokkrum stærðum og svo arin- og uppkveikikubbum sem einnig eru framleiddir eftir ströngum öryggiskröfum.
Three Stars eru útbreiddustu eldspýtur í heimi. Þær komu fyrst á markað 1887 og spannar saga þeirra því rúmlega 120 ár. Eldspýturnar uppfylla ströngustu gæðakröfur í Svíþjóð og eru framleiddar úr hágæða öspum. Sjá meira um Three stars undir merkjum Tóbaks- og eldfæradeildar.
Allir kylfingar kannast við Titleist vörumerkið enda það stærsta í golfheiminum. Titleist fyrirtækið hóf sína starfsemi árið 1932 og framleiddi fyrst um sinn aðeins golfbolta. Þeir náðu fljótt yfirburðum á því sviði og hafa t.a.m. átt vinsælasta boltann á U.S. PGA Tour síðan 1949 sem gerir hann sigursælasta golfboltann frá upphafi. Fleiri kylfingar á stærstu mótaröðum heims nota Titleist Pro V1/x golfbolta en alla aðra bolta samanlagt. Þetta er vegna þeirrar einföldu staðreyndar að bestu atvinnumenn heims treysta Titleist fyrir sínum leik, treysta því að allir boltar frá Titleist hagi sér nákvæmlega eins og skapi þeim þannig stöðugleika sem er svo mikilvægur í golfíþróttinni. Til að framleiða golfbolta sem haga sér nákvæmlega eins þarf framleiðsluferlið að vera mjög vandvirkt enda eru margir þættir sem eru að verki í framleiðsluferlinu. Titleist framleiðir alla sína bolta sjálfir, í  eigin verksmiðjum sem hafa verið í Boston frá stofnun fyrirtækisins og með sínu eigin…
Bökunarvörur. Mjög hentugar fyrir bakarí og iðnaðareldhús.
Vicks hálstöflur hafa verið til á Íslandi um áraraðir og fást nánast hvar sem er. Þær hjálpa til í baráttunni við kvef og hálsbólgu og eru auk þess bragðgóðar sem sætindi. Þær fást með ýmsum bragðtegundum og flestar eru sykurlausar. Vicks VapoRub er oftast notað á tvennan hátt. Því er nuddað á bringuna, hálsinn og bakið og látið liggja á yfir nótt til að auðvelda andardrátt. Einnig er hægt að setja 2 teskeiðar í mjög heitt vatn (ekki sjóðandi) og anda að sér gufunni í 10-15 mínútur. Það léttir öndun og hjálpar til í baráttunni gegn kvefi og hálsbólgupestum. Kynslóð eftir kynslóð hafa foreldrar, ömmur og afar notað Vicks VapoRub til róa hósta og pirring í hálsi og losa um stífluð nef hjá litlu börnunum sínum (eldri en 6 mánaða). Ilmolíurnar í Vicks VapoRub, Menthol, Kamfóru og Eucaliptus losa um stíflur í nefi til að auðvelda andardrátt og róa pirring…
Matvörur fyrir stóreldhús. Franskt fyrirtæki þekkt fyrir framúrskarandi gæði. Við seljum frá þeim sinnep, edik, olíur, þurrkaða sveppi og aðrar ediklegnar vörur.
Bob Vokey er kylfusmiður sem af mörgum er talinn fremsti fleygjárnshönnuðurinn í dag. Vokey, eða Voke eins og hann er kallaður, hefur unnið með mörgum af stærstu nöfnunum í golfheiminum og fengið þeirra aðstoð við að hanna sín fleygjárn og betrumbæta. Þetta hefur skilað frábærum árangri og líklega bestu fleygjárnunum sem völ er á í dag. Voke hóf sinn feril árið 1976 og 20 árum síðar samdi hann við Titleist um að hanna golfkylfur undir þeirra vörumerki og fljótlega fór hann að einblína á gerð fleygjárna. Á heimasíðu Bob Vokey, www.vokey.com, má finna allar upplýsingar um vinsælustu fleygjárn atvinnumannanna og þar getur þú m.a. sérhannað þitt eigið fleygjárn undir flipanum „Wedgeworks“. Sjáðu myndasýningu af vinnustofu Vokey
Kjöt- og fiskvörur. Maríneringar.