Margir eiga góðar minningar sem tengjast klassískri brúnni rúllutertu með hvítu kremi. Þessi terta hefur verið á veisluborðum Íslendinga áratugum saman, hvort sem tilefnið var stórt eða smátt. Þeir sem voru svo heppnir að eiga ömmu, eða ömmur, þegar þeir voru að alast upp tengja margir góðar minningar við brúna rúllutertu. Í minningunni hafa ömmur þessa lands nefninlega gjarnan boðið upp á þessa bragðgóðu og fallegu tertu þegar litið var við í kaffi.

 

Við eigum eldri kynslóðum skuld að gjalda. Það vilja allir að síðasti hluti ævinnar sé jafn gleðilegur og þeir sem á undan hafa farið. Það gerist ekki sjálfkrafa. Þeir sem yngri eru þurfa líka að gera sitt svo eldri ættingjar, hvort sem það eru ömmur, afar, frændur eða frænkur, njóti efri áranna.

Eitt af því sem skiptir miklu máli er samvera. Einmannaleiki getur gert vart við sig á efri árum, þegar börnin eru löngu flutt að heiman og eru of upptekin við að hugsa um sitt líf og sín börn til að kíkja í heimsókn. Það getur glatt mikið að fá börnin og barnabörnin, eða frændsystkynin ungu í heimsókn. Þó það sé ekkert sérstakt tilefni.

Gríptu með þér rúllutertu

Það er gott að grípa eitthvað gómsætt með kaffinu þegar farið er í heimsókn í stað þess að reikna með að sá sem fær heimsóknina sé tilbúinn með veitingar. Þá kemur rúllutertan frá Myllunni sterk inn. Gríptu með þér tertu í næstu verslun. 

Eitt af því góða við rúllutertuna er að hún frystist vel. Ef þú hefur ekki prófað að borða hálffrosna rúllutertu ætti þú að prófa. Það er gott að leyfa frosinni tertunni að standa aðeins á borði áður en hún er skorin. 

Mundu eftir því að heimsækja eldri ættingja, og hafðu rúllutertu frá Myllunni með í för.

Deila |