Það er bæði þægilegt og fljótlegt að fá sér Heimilismat frá Ora. Nú höfum við aukið enn úrvalið af þessum vinsælu réttum. Nú getur þú fengið þér tvær gerðir af fiskbollum, í karrísósu eða tómatsósu, eða spennandi grænmetislasagne þegar hungrið sverfur að. Fiskbollurnar ættu allir Íslendingar að kannast við, enda hafa þær verið einkennisréttur Ora áratugum saman. Þær verða að sjálfsögðu áfram fáanlegar í dósum, en nú bjóðum við upp á tvær tegundir af fiskbollum og kartöflum, tilbúnum til upphitunar. Sósurnar eru líka kunnuglegar,

því þær hafa Íslendingar lengi kunnað að meta, þó flestir eigi sína uppáhalds sósu. Við bjóðum upp á fiskbollur með karrísósu og fiskbollur með tómatsósu. Þá síðarnefndu þekkja eflaust einhverjir sem „bleiku sósuna“.

Við settum á markaðinn gómsætt lasagne á síðasta ári, sem notið hefur gríðarlegra vinsælda. Nú bjóðum við upp á aðra útfærslu af þessum frábæra rétti. Grænmetislasagne er stútfullt af fersku íslensku pasta, grænmeti og íslenskum osti.

Fljótlegt á kvöldin og í hádeginu

Það er gott að geta gripið bakka af góðum Heimilismat til að hita upp þegar ekki gefst tími til að elda. Ora býður upp á mat eins og mömmur og ömmur, pabbar og afar þessa lands hafa lengi eldað. Bakkarnir eru hæfilega stórir fyrir einn, og henta hvort sem er fyrir þá sem vilja borða gómsætan Heimilismat í kvöldmatinn, eða þá sem eru svangir í hádeginu og langar í eitthvað fljótlegt og gott.

Það eru fjölmargir réttir í boði í þessari vinsælu vörulínu frá Ora. Við fögnum sérstaklega góðu gengi Bayonne skinkunnar og Lasagne í verslunum um þessar mundir, en minnum líka á plokkfiskinn góða, kjötsúpuna, hakkbollurnar og aðra gómsæta og seðjandi rétti.

Mundu eftir Heimilismatnum

Prófaðu nýju tegundirnar af Heimilismat frá Ora. Mundu eftir Heimilismatnum þegar þú kaupir í matinn, eða í eitthvað fljótlegt og gott í hádeginu.

Deila |