Það er ekkert leyndarmál að við hjá Myllunni elskum brauð. Eins og aðrir vitum við að það er best að borða trefjaríkt brauð, þó auðvitað sé gott að leyfa sér eitthvað annað inn á milli. Undanfarin ár hafa margir talað illa um brauð, og þeim sem vilja létta sig bent á að sleppa brauði, og jafnvel kolvetni yfir höfuð. Nú eru teikn á lofti um að brauðið sé að fá upreist æru.

Í frétt sem birtist á vefmiðlinum DV.is er fjallað um bókina Extreme Transformation: Lifelong Weight Loss in 21 days. Ekki ætlum við hjá Myllunni að mæla með því að fólk fari í slíkar öfgar og ætli sér að breyta lífi sínu á aðeins þremur vikum.

En þar má þó finna vísbendingar um að heilsugúrú heimsins séu að einhverju leyti að taka brauð í sátt.

Merkilegt nokk virðist Heidi Powell, höfundur bókarinnar, sem tiltekur þriggja vikna umbreytingu í bókartitlinum, vera lítið hrifin af skyndilausnum. Hún nefnir það sem margir þekkja, skyndilausnir geta sýnt árangur, en það sem virkar best er að breyta lífstílnum til hins betra hægt og rólega og ætla sér að gera það til frambúðar.

Kolvetnahringrás

Í frétt DV er vitnað í bókina, þar sem fram kemur að óþarfi sé að neita sér um kolvetni á borð við brauð þó maður vilji grennast. Við áttum okkur ekki á hvort mikil vísindi eru á bak við það sem kallað er kolvetnahringrás í bókinni, og nefnum því hér með miklum fyrirvara. Þar er sem sagt talað um að það sé í lagi að neyta kilvetnaríks mataræðis suma daga, en þá þurfi að sleppa því alveg aðra daga á móti.

Í þriggja vikna áætlun sem sett er upp í bókinni eru fjórir fyrstu dagar hverrar viku kolvetnaríkir, svo koma tveir kolvetnasnauðir og að lokum einn svindldagur.

DV vitnar einnig til umfjöllunar á vefnum bodybuilding.com. Þar kemur fram að það sé best að taka kolvetnadaga á erfiðustu æfingardögunum, best sé að velja flókin kolvetni og minnka fituna á kolvetnadögum. Og auðvitað er mikilvægt fyrir þá sem vilja léttast að borða hæfilegt magn af hitaeiningum.

Mælum ekki með öfgum

Myllan mælir ekki sérstaklega með neinum öfgum. Þeir sem vilja borða brauð þó þeir vilji léttast ættu að velja trefjarík brauð á borð við Lífskorn Myllunnar, nú eða fara í gamla góða rúgbrauðið. Mundu eftir að velja trefjaríkt brauð þegar þú kaupir í matinn.

 

 

 

 

Deila |