Það eru til óteljandi útgáfur af hinum vinsæla ítalska rétti lasagne. Sú sem flestir þekkja er með nautahakki, en sífelt fleiri hafa lært að meta gott grænmetislasagne. Ora býður nú upp á nýja tegund af heimilismat, gómsætt grænmetislasagna sem þú kaupir tilbúið og þarft aðeins að hita upp.

Við hjá Ora erum stolt af því að bjóða Íslendingum upp á hefðbundnar vörur eins og fiskbollur og grænar baunir í dós. En við erum einnig afar stolt af vöruþróuninni sem á sér stað hjá Ora, enda erum við alltaf að velta fyrir okkur hvað Íslendingum finnst gott að borða og reyna okkar besta til að bjóða upp á það.

 

Með ekta íslenskum osti

Grænmetislasagne frá Ora er með ferskum íslenskum lasagnablöðum, grænmeti og auðvitað ekta íslenskum osti. Við notum púrrulauk, hvítkál, gulrætur, rófur, papriku, lauk og hvítlauk í þennan gómsæta rétt sem ungir sem aldnir ættu að kunna vel að meta.

Það þarf aðeins að hita grænmetislasagne frá Ora í nokkrar mínútur í örbylgjuofni, munið bara að stinga nokkur göt á plastið áður en þið skellið bakkanum í örbylgjuna. Það er líka hægt að hita það í bakaraofninum, en það tekur auðvitað aðeins lengri tíma. Hver bakki ætti að vera passlegur sem máltíð fyrir einn. 

Sumir kunna vel að meta að borða gott ítalskt brauð með þessum rétti, til dæmis ciabatta. Þá er um að gera að koma við í verslun eða bakaríi og kaupa nýbakað brauð áður en rétturinn er hitaður. Svo er gott að ná síðustu dropunum af gómsætri sósunni upp úr bakkanum með mjúkum brauðmola.

Nýjar tegundir í boði

Prófaðu einnig aðrar tegundir af Heimilismat. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á klassískt lasagne með nautahakki, plokkfisk, mexíkósúpu og fleira. Nýlega bættust svo klassískar fiskbollur við, bæði með karrísósu og tómatsósu, sem ætti að gleðja marga.

 

Deila |