Niðursoðinn túnfiskur hefur lengi verið vinsæll matur á Íslandi. Túnfiskur frá Ora er í heilum bitum í dósinni, ekki maukaður eða marinn, og hentar því í ýmiskonar salöt og í aðra matargerð.

Túnfiskur í vatni hefur lengi verið vinsæll, sem og túnfiskur í olíu, en nýjar tegundir í chillisósu og karrísósu eru einnig að ná vinsældum. Flestir sem á annað borð eru hrifnir af túnfiski hafa eflaust prófað að útbúa sitt eigið túnfisksalat. Það er glettilega einfalt, þú getur til dæmis fylgt uppskriftinni hér eða þessari hér.

Mundu bara að hafa majónesið frá Ora eins og túnfiskinn.

 

Þeir sem kunna að meta túnfisk vita líka að hann hentar vel í pasta. Þú gætir til dæmis prófað einfalda uppskrift að pasta með sósu úr tómötum eins og þessa hér að neðan.

 

Pasta með túnfiski, kapers og ólívum

1 dós af túnfiski (með olíu, eða chili)

2 hvítlauksrif

1 dós af tómötum (um 400 grömm)

2 msk ólívuolía (extra virgin er best)

1 msk svartar ólívur

1 msk kapers

Salt og pipar eftir smekk

Parmesan ostur og gott brauð til að bera fram með réttinum

 

Hitaðu olíuna á pönnu, saxaðu hvítlaukinn fínt og steiktu hann á miðlungs hita þar til hann nær gylltri áferð. Settu tómatana og safann úr dósinni samanvið ásamt smá salti og pipar. Ekki salta of mikið á þessu stigi. Látið suðuna koma upp. Kremjið nú tómatana með sleif (eða kartöflustappara ef þið eigið hann til). Bætið nú ólívunum og kapers út í, og þessu næst túnfiskinum. Brjótið túnfiskinn gróflega niður, en hrærið ekki of mikið í sósunni eftir það. Látið nú malla við vægan hita í 15-20 mínútur.

 

Á meðan þessu stendur sjóðið pasta eftir leiðbeiningunum á pakkanum þar til pastað er al dente. Penne eða farfale hentar vel með þessari sósu. Þegar pastað er soðið hrærið varlega í sósunni, smakkið til með salti og pipar, og blandið því næst saman við pastað. Berið fram með parmesan osti og góðu brauði. Þú getur prófað þennan rétt með klassískum túnfiski frá Ora, en ef þú vilt fá aðeins meira bragð af réttinum gætir þú prófað að nota túnfisk í chillisósu. Þú ræður hvort þú saxar niður chilli-ávöxtinn sem er í dósinni og setur með í réttinn, eða hvort þú lætur túnfiskinn duga.

 

Eigðu hráefnin til í skápnum

Þetta er einn af þeim réttum sem margir geta eldað án þess að fara út í búð til að kaupa eitt né neitt. Túnfiskurinn, kapers, ólívur og tómatar í dós eiga það sameiginlegt að geymast lengi í hillunni svo það er um að gera að eiga þetta til þegar þig langar að elda góðan en fljótlegan pastarétt án þess að fara út í búð.  Mundu að kaupa nokkrar dósir af túnfiski frá Ora þegar þú ferð næst að kaupa í matinn. Prófaðu nýju tegundirnar, túnfisk í chillisósu og túnfisk í karrísósu. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Allur túnfiskur sem við frá Ora seljum er að sjálfsögðu merktur Dolphin Friendly.

 

Deila |