Ora hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla Ora Graflaxsósu í 170 gramma umbúðum, öll lotunúmer, vegna framleiðslugalla. Framleiðslugallinn felst í því að áferð sósunnar er ekki í lagi.  Innköllunin nær ekki til Lúxus Graflaxsósu Ora.

Rétt er að taka fram að þetta á einungis við um Ora Graflaxsósu en ekki aðrar graflaxsósur svo sem Ora Lúxusgraflaxsósu.  

Upplýsingar um vöruna:  

Vöruheiti:                 Ora Graflaxsósa 

Vörunúmer:              9423400  

Strikamerki:             5690519001046 

Nettoþyngd:            170 g 

Lotunúmer:             Öll lotunúmer 

Þetta á við um Graflaxsósu sem dreift var í eftirtaldar verslanir: 10-11, Fjarðarkaup, Bónus, Hagkaup, Iceland, Krónan, Nóatún, Kjarval, Kaskó, Kaupf.Skagfirðinga, Kostur, Nettó, Strax, Úrval, Versl.Einars Ólafss., Mini Market, Versl.Hlíðarkaup, Víðir, Þín verslun, Versl.Rangá, Versl.Urð, Versl.Virkið, Versl.Kvosin, Versl.Kassinn, Versl.Voginn, Versl.Nesbakki, Kostur Njarðvík, Sunnubúðin, Albína og Kjöthöllin.  

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt.  

ORA biður neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu getur skapast.  

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri ORA í síma 522 2773 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Deila |