Þegar úti er veður vott er gaman að taka sig til og eyða tíma í eldhúsinu. Elda eitthvað sem tekur kannski smá tíma. Þá þarf að gæta að því að elda eitthvað gómsætt svo tímanum sé vel varið. Ora mælir með vefjum með heimagerðum tortilla-kökum og kaldri chillisósu.

Það er mun auðveldara en einhver gæti haldið að útbúa sínar eigin tortilla-kökur, og þær eru margfalt betri en kökurnar sem fást í öllum verslunum. Það er til mikið af ólíkum uppskriftum á netinu, en þessi virkar ágætlega.Heimagerðar tortilla-kökur
6,5 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
3 msk matarolía
2 dl volgt vatn

Blandið þurrefnunum saman í skál, og hrærið svo vatn og olíu samanvið. Hnoðið deigið fyrst með sleif en svo með höndunum þar til deigið verður slétt. Það á að vera smá teygja í deiginu.

Skiptið deiginu í tvo um það bil jafn stóra hluta, og hverjum hluta svo aftur í þrennt. Eftir standa sex um það bil jafn stórir bitar. Fletjið nú hvern bita í kringlótta köku, og hitið á meðan pönnu með viðloðunarfríum botni á meðalhita.

Bakið hverja köku í um 45 sekúndur til eina mínútu á hvorri hlið, eða þar til bólur byrja að myndast á kökunnu. Leggið bakaðar kökurnar á hreint viskastykki og breiðið annað viskastykki yfir til að þær harðni ekki. 

Best er að borða kökurnar strax, en ef til stendur að geyma þær er best að pakka þeim vel inn í lofttæmdar umbúðir.

Veljið rétta innihaldið
Þá þarf að finna eitthvað gómsætt til að setja inn í vefjurnar. Það er í sjálfu sér hægt að setja ýmislegt inn í heimagerðar vefjur, en við viljum gjarnan leyfa heimagerðu tortilla-kökunum að njóta sín. 

Við höfum áður bent á uppskrift að innihaldi í tortilla-vefjur á uppskriftavefnum góða Café Sigrún. Á vefnum má finna ýmsar heilsusamlegar uppskriftir og um að gera að skoða sig um þar. Við mælum með vefjum með grænmeti.

Vefjur með grænmeti
250 g ferskt spínat
150 g lambhagasalat
1 vel þroskað avocado
Hálf gul eða rauð paprika
2 tómatar
4 msk sesamfræ

Skolið salatið og sneiðið tómatana og paprikuna þunnt. Afhýðið avocadoið, fjarlægið steininn og sneiðið þunnt. Hitið pönnu án olíu og ristið sesamfræin í um 30 sekúndur. Blandið öllum innihaldsefnunum saman.

Berið salatið fram í skál ásamt tortilla-kökunum svo matargestir geti raðað sjálfir á sínar vefjur. Með vefjunum er gott að bera fram góða kalda sósu, til dæmis Chillisósu frá Ora. 

Mundu eftir köldu sósunni frá Ora þegar þú kaupir í matinn.

Deila |

Kynntu þér vörumerkið

  • Scotty Cameron
    Scotty Cameron Scotty Cameron er kylfusmiður sem er af mörgum talinn fremsti púttersmiðurinn í dag. Scotty hóf að framleiða púttera í sínum bílskúr árið 1992 og ári seinna þegar sigurvegarinn á Mastersmótinu notaði pútter úr smiðju hófst ævintýrið. Síðan 1993 hafa yfir…
  • Valsemøllen
    Valsemøllen Bökunarvörur. Mjög hentugar fyrir bakarí og iðnaðareldhús.